Jarðskjálfti af stærðinni sjö reið yfir Norður-Kaliforníu í Bandaríkjunum rétt í þessu.
Upptök skjálftans voru í Kyrrahafinu, 50 mílum suðvestur af Eureka, á um tíu kílómetra dýpi.
Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir svæði sem nær frá Davenport í Kaliforníu, suðvestur af San Francisco, til Douglas-sýslu í suðurhluta Oregon.
CNN sagði viðvörunina ná til um fimm milljóna manna.
Sú viðvörun var þó dregin til baka fyrir skemmstu þar sem ekki var að sjá marktæka hækkun á yfirborði sjávar.
Liðlega tíu þúsund heimili eru þó án rafmagns í Humboldt-sýslu og hið minnsta tólf eftirskjálftar hafa mælst, þar á meðal einn af stærðinni 4,2 í sýslunni.
The tsunami Warning is canceled for the coastal areas of California and Oregon. No tsunami danger presently exists for this area. This will be the final U.S. National Tsunami Warning Center message for this event. Refer to https://t.co/npoUHxX900 for more information.
— NWS Tsunami Alerts (@NWS_NTWC) December 5, 2024
Fréttin hefur verið uppfærð.