Stór jarðskjálfti við vesturströnd Bandaríkjanna

Kort/Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna

Jarðskjálfti af stærðinni sjö reið yfir Norður-Kaliforníu í Bandaríkjunum rétt í þessu.

Upptök skjálftans voru í Kyrrahafinu, 50 mílum suðvestur af Eureka, á um tíu kílómetra dýpi.

Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir svæði sem nær frá Davenport í Kaliforníu, suðvestur af San Francisco, til Douglas-sýslu í suðurhluta Oregon.

CNN sagði viðvörunina ná til um fimm milljóna manna.

Sú viðvörun var þó dregin til baka fyrir skemmstu þar sem ekki var að sjá marktæka hækkun á yfirborði sjávar.

Liðlega tíu þúsund heimili eru þó án rafmagns í Humboldt-sýslu og hið minnsta tólf eftirskjálftar hafa mælst, þar á meðal einn af stærðinni 4,2 í sýslunni.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert