Krítískt augnablik fyrir lýðræðið

Lee Jae-myung.
Lee Jae-myung. AFP/Jung Yoeon-je

Aldrei áður hefur lýðræðið í Suður-Kóreu staðið frammi fyrir jafn krítísku augnabliki, að mati leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, Lee Jae-myung.

„Greidd verða atkvæði vegna ákæru um embættisbrot á morgun og klukkustundirnar fram að því hafa í för með sér gríðarlega óvissu,“ sagði Lee og bætti við að „í kvöld verður krítískasta augnablikið,“ segir Lee. Þar á hann við ákæru gegn núverandi forseta landsins, Yoon Suk Yeol, sem lýsti yfir herlögum í vikunni eftir að fjárlög fóru ekki í gegnum þingið. Þurfti hann að draga þá ákvörðun til baka eftir að þingið greiddi atkvæði gegn ákvörðuninni og í ljósi mikilla mótmæla almennings í landinu.

Leen sagði þingmenn stjórnarandstöðunnar ætla að halda til í þinghúsinu þangað til atkvæðagreiðslunni lýkur.

Auknar líkur eru taldar á því að Yoon verði látinn taka pokann sinn eftir að hafa lýst yfir herlögum í landinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert