Kynlífsverkamenn greiða nú skatta og fá sumarfrí

Kynlífsverkamenn fá réttindi í Belgíu.
Kynlífsverkamenn fá réttindi í Belgíu. AFP

Einstaklingar sem bjóða kynlífsþjónustu fyrir greiðslu munu hér eftir gera ráðningasamninga, greiða skatta og í lífeyrissjóð og fá veikindarétt líkt og aðrir starfsmenn á markaði.

Lög þess efnis hafa verið samþykkt á belgíska þinginu. Jafnframt er þeim m.a. tryggður réttur til að hafna viðskiptavinum og hætta við iðkun eftir að þau hefjast. 

Tilgangur laganna er að verja starfsmenn í iðnaðinum fyrir misnotkun, tryggja rétt þeirra til heilbrigðisþjónustu, sumarfría, fæðingarorlofs, atvinnuleysisbóta og fleira til.

Þá tilgreina lögin einnig hámarksvinnutíma, lágmarkslaun og eftirlit með öryggi starfsmanna.

Þeir sem ráða kynlífsverkamenn til vinnu þurfa enn fremur að standast athugun á bakgrunni þeirra og mega þeir ekki vera á sakaskrá vegna kynlífsofbeldisbrota eða mansals.

Þá þurfa þeir að veita hrein rúmföt, smokka og hreinlætisvörur til starfsmana auk þess að koma upp neyðarhnapp á starfsstöðvum.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert