Fundu lík í kjallara fjölbýlishúss

Gengið um Graben í miðborg Vínar.
Gengið um Graben í miðborg Vínar. AFP

Iðnaðarmenn í Vínarborg hafa fundið lík karlmanns sem lá grafið í kjallara fjölbýlishúss í 25 ár. 

Þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir og samanburði við alþjóðlega gagnagrunna hefur lögreglu ekki enn tekist að bera kennsl á viðkomandi.

Rannsóknir benda til að manninum hafi verið ráðinn bani, að því er fram kemur í yfirlýsingu austurrísku lögreglunnar sem var gefin út í dag.

Miðlar í Austurríki greina frá því að iðnaðarmennirnir hafi verið að grafa niður í kjallara fjölbýlishúss í Margareten-hverfinu í Vín í apríl á þessu ári þegar líkið fannst, vafið inn í plastpoka.

Talinn hafa verið um þrítugt

Yfirvöldum höfðu borist kvartanir um fnyk í húsinu sem lagði frá kjallaranum.

Lögreglan hefur eins og áður sagði ekki enn borið kennsl á manninn en hann er talinn hafa verið um þrítugt þegar hann lést.

Lögreglan hefur nú birt myndir af vínrauðum jogginggalla sem maðurinn klæddist í von um að almenningur geti veitt upplýsingar um hann. Dagblaðið Der Standard birtir eina myndanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert