Meinað að veita lyfin: „Óviðunandi öryggisáhætta“

Heilbrigðisráðherra Bretlands kynnti þetta.
Heilbrigðisráðherra Bretlands kynnti þetta. Flickr/Ted Eytan

Bresk stjórnvöld hafa bannað sjálfstætt starfandi læknum að veita börnum undir 18 ára aldri kynþroska­bæl­andi lyf, en fyrr á árinu ákvað opinbera heilbrigðiskerfið (NHS) að setja bann við að gefa börnum lyfin.

Þetta kemur í kjölfar rann­sóknar sem barna­lækn­ir­inn Hilary Cass, fyrr­ver­andi for­seti fé­lags barna­lækna í Bretlandi, var feng­in til að gera fyr­ir NHS vegna mik­ill­ar fjölg­un­ar barna sem fundu fyr­ir kynama á síðustu árum.

Í rannsókninni, sem var birt í apríl, var hvatt til mik­ill­ar varúðar áður en börn og ung­menni eru lát­in fá kyn­hormóna­bæl­andi lyf eða þau lát­in fara í kross­horm­ónameðferð.

Óviðunandi öryggisáhætta

Ríkisstjórn Íhaldsflokksins hafði bannað sjálfstætt starfandi læknum að veita lyfin tímabundið og nú hefur heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins gert bannið varanlegt „í kjölfar ráðlegginga frá heilbrigðissérfræðingum.“

Óbreytt ástand „býr til óviðunandi öryggisáhættu fyrir börn og ungmenni“ sagði Wes Streeting, heilbrigðisráðherra Bretlands.

Áhyggj­ur hafa auk­ist af inn­leiðingu lækn­is­fræðilegra inn­gripa af þessum toga í ljósi skorts á sönn­un­ar­gögn­um um lang­tíma­áhrif lyfj­anna á börn og ung­menni með kynama, samkvæmt fyrrnefndri skýrslu.

Cass benti á það á sínum tíma að hún hefði sætt gagn­rýni fyr­ir að rann­saka málið. Hún sagið að börn­um hafi verið brugðist og að þau hefðu orðið í skotlín­unni á heit­um sam­fé­lags­leg­um umræðum. Sagði hún marga lækna ekki þora að tjá sig um málið vegna eineltishegðunar, sem þyrfti að hætta.

Tugir barna á Íslandi fengið lyfjameðferð

Samkvæmt svörum embættis landlæknis við fyrirspurn mbl.is í mars á þessu ári kom fram að á ár­un­um 2011 til 2022 hafi 55 börn á Íslandi fengið kyn­horm­óna­bæl­andi meðferð (horm­óna­blokk) sem gef­in eru til að hindra tíma­bundið kynþroska ein­stak­lings.

Sam­an­tekið fyr­ir árin 2012 til 2023 voru 212 ein­stak­ling­ar tekn­ir inn í transteymi barna- og ung­linga­geðdeild­ar Land­spít­al­ans, eða um 18 ein­stak­ling­ar að jafnaði á ári.

Árin 2012 til 2014 voru sam­an­lagt 12 ein­stak­ling­ar tekn­ir inn í teymið en sú tala hef­ur verið á milli 20 til 44 á ár­un­um 2018-2023. Ef ársmeðal­töl­in fyr­ir árin 2012 til 2014 eru bor­in sam­an við árið 2023 þá er þetta 600% aukn­ing. Ef miðað er við árið 2022 er þetta 1.000% aukn­ing.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert