Maðurinn sem gaf sig fram við lögreglu og sagðist vera ábyrgur fyrir fimm morðum sem voru framin í Norður-Frakklandi í gær var með hreina sakaskrá að sögn franskra yfirvalda.
Sá grunaði er 22 ára og var handtekinn síðdegis í gær eftir að hafa gefið sig fram á lögreglustöð í Ghyvelde, skammt frá borginni Dunkirk, um tveimur klukkustundum eftir að fyrsta morðið var framið.
Charlotte Huet, aðalsaksóknari í Dunkirk, sagði manninn ekki hafa komist í kast við lögin áður.
Maðurinn hefur verið ákærður fyrir morð ásamt öðrum glæpum, sem og fyrir vörslu takmarkaðra skotvopna, sem sum hver fundust í bílnum hans.
Hann á yfir höfði sér hámarksrefsinguna fyrir manndráp í Frakklandi, sem er lífstíðarfangelsi.
Huet sagði í yfirlýsingunni að rannsókn sé hafin.
Heimildarmaður sem þekkir til málsins segir að lögreglan sé að kanna hvort það hafi verið einhver ágreiningur milli mannsins og fyrirtækjanna sem fyrstu þrjú fórnarlömbin störfuðu í.
Öll fimm morðin voru framin á innan við tveimur klukkustundum í eða við Dunkirk.
Fyrsta fórnarlambið var 29 ára karlmaður sem var skotinn til bana rétt fyrir utan hús sitt í þorpinu Wormhout. Hann var faðir og rak lítið vöruflutningafyrirtæki.
Önnur fórnarlömb voru tveir öryggisverðir á aldrinum 33 og 37 ára sem voru myrtir þar sem þeir vöktuðu iðnaðarsvæði.
Tvö síðustu fórnarlömbin voru Íranir á aldrinum 19 og 30 ára. Voru þeir skotnir til bana