Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 10 ára dóttur sína

Blóðmóðir Söru, Olga, sagði frammi fyrir dómnum að enn í …
Blóðmóðir Söru, Olga, sagði frammi fyrir dómnum að enn í dag gæti hún ekki skilið hvernig hægt væri að misþyrma barni með þessum hætti. AFP

Bresk­ur dóm­stóll hef­ur dæmt föður og stjúp­móður tíu ára stúlku í lífstíðarfang­elsi fyr­ir að hafa orðið henni að bana.

Stúlk­an lést eft­ir langvar­andi misþyrm­ing­ar af hendi föður og stjúp­móður, en frændi henn­ar var einnig dæmd­ur í sex­tán ára fang­elsi vegna máls­ins.

Lík stúlk­unn­ar Söru Sharif fannst á heim­ili fjöl­skyld­unn­ar í suður­hluta Eng­lands í ág­úst á síðasta ári en fjöl­skylda henn­ar flúði til Pak­ist­ans eft­ir morðið. 

Urfan Sharif, faðir Söru, Bein­ash Batool, stjúp­móðir henn­ar, og Faisal Malik, frændi henn­ar, gáfu sig fram og sneru til Bret­lands sjálf­vilj­ug eft­ir að hafa verið eft­ir­lýst af In­terpol.

Eng­in eft­ir­sjá

Dóm­ar­inn, John Ca­vanagh, sem kvað upp dóm­inn sagði Söru hafa þurft að þola hrotta­lega meðferð en að eft­ir­sjá þeirra væri eng­in. 

Sara hafði þurft að þola illa meðferð heima hjá sér allt frá sex ára aldri og vakti mál henn­ar óhug í Bretlandi. 

Blóðmóðir Söru, Olga, sagði frammi fyr­ir dómn­um að enn í dag gæti hún ekki skilið hvernig hægt væri að misþyrma barni með þess­um hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert