Norðurkóreskir hermenn felldir í Evrópu

Stjórnvöld í Norður-Kóreu sendu þúsundir hermanna til Rússlands til þess …
Stjórnvöld í Norður-Kóreu sendu þúsundir hermanna til Rússlands til þess að berjast við Úkraínumenn. Virðast þeir vera auðveldara skotmark á vígvellinum sökum skorts á reynslu. AFP/KCNA

Úkraínumenn hafa sært eða drepið nokkur hundruð norðurkóreska hermenn sem berjast fyrir Rússland.

Þetta segir háttsettur embættismaður innan varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í samtali við AFP-fréttaveituna undir nafnleynd.

Í gær sagði leyniþjón­usta úkraínska hers­ins seg­ir að úkraínsk­ir her­menn hefðu drepið eða sært að minnsta kosti 30 norðurkór­eska her­menn í Kúrsk-héraði.

Þúsund­ir her­manna frá Norður-Kór­eu hafa bæst í hóp rúss­neska her­manna í stríðinu gegn Úkraínu, þar á meðal landa­mæra­svæðinu í Kúrsk.

Aldrei áður verið í stríðsátökum

„Þetta eru ekki hermenn sem hafa verið hertir í bardaga. Þeir hafa ekki verið í stríðsátökum áður,“ sagði hann og bætti við að þetta væri líklega orsök þess að þeir hefðu orðið fyrir því mannfalli sem þeir hefðu orðið fyrir af hendi Úkraínumanna.

Ummæli embættismannsins um mannfallið koma í kjölfar þess að Oleksandr Sirskí, yf­ir­maður allra herja Úkraínu, sagði að Rússar hefðu beitt norðurkóreskum hermönnum í öflugri sókn í Kúrsk á undanförnum dögum.

Norður-Kór­eu­menn fengu eld­flauga­varn­ar­kerfi frá Rúss­um í skipt­um fyr­ir her­menn í stríðinu gegn Úkraínu.

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti sagði í síðasta mánuði að 11.000 norðurkór­esk­ir her­menn væru í Vest­ur-Kúrsk-héraði en Rúss­land og Norður-Kórea hafa eflt til muna hernaðartengsl sín eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert