52 létust og 65 slösuðust í tveimur rútuslysum þar sem eldsneytisflutningabíll og vörubíll komu við sögu á þjóðvegi í gegnum miðhluta Afganistan.
Frá þessu greindu yfirvöld í Afganistan í dag en slysin urðu í Ghazni-héraði á sama þjóðvegi milli höfuðborgarinnar Kabúl og suðurhluta Kandahar í gærkvöld.
Önnur rútan lenti í árekstri við eldsneytistankbíl nálægt Shahbaz-þorpinu í miðborg Ghazni og hin lenti á vörubíl í austurhluta Andar.
Zabihullah Mujahid, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að fjölmennt björgunarlið hafi farið á staðina og flutt slasaða á sjúkrahús, suma í alvarlegu ástandi.
Umferðarslys eru tíð í Afganistan, meðal annars vegna lélegs vegakerfis og skorts á reglugerðum.