Dominique Pelicot dæmdur í 20 ára fangelsi

Gisèle Pelicot á leið í réttarsal í morgun.
Gisèle Pelicot á leið í réttarsal í morgun. AFP/Clement Mahoudeau

Dominique Pelicot hefur verið dæmdur í 20 ára fangelsi. Hann var í morgun sakfelldur í öllum ákæruliðum er varða brot á fyrrverandi eiginkonu sinni, Gisèle Pelicot.

Var hann sakfelldur fyrir að hafa byrlað henni ólyfjan og allt sem við kom hópnauðgunum sem hann lagði á ráðin um. 

Þá hefur hann einnig verið fundinn sekur um tilraun til að nauðga eiginkonu Jean Pierre Marechal, meðsakbornings hans í málinu, og fyrir að hafa tekið ósæmilegar myndir af dóttur sinni og tengdadætrum sínum.

Málið hefur vakið mikinn óhug og hafa fjölmiðlar um allan heim fylgst með framvindu þess.

Tugir manna voru sakaðir um að hafa brotið kynferðislega á Gisèle Pelicot með aðstoð þáverandi eiginmanns hennar, Dominique Pelicot, á meðan hún var án meðvitundar.

Voru sakborningar málsins um 50 talsins.

Skissa af Dominique Pelicot í réttarhöldunum.
Skissa af Dominique Pelicot í réttarhöldunum. AFP

Fetaði í fótspor Dominique

Jean-Pierre Marechal var annar sakborningurinn í málinu sem var sakfelldur. Hann fetaði í fótspor Dominique Pelicot, byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan, nauðgaði henni og bauð Dominique einnig að nauðga henni. Gekk þetta á í fimm ár.

Var hann fundinn sekur um að hafa byrlað eiginkonu sinni ólyfjan og nauðgað henni. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir tilraun til nauðgunar. Hann var dæmdur í 12 ára fangelsi en ákæruvaldið hafði farið fram á 17 ár.

Jean-Pierre Marechal hafði áður játað verknaðinn og sagðist vera búinn að sjá að sér.

„Ég var nauðgari en er það ekki lengur,“ sagði hann.

Fleiri sakfelldir

Eins og fyrr segir voru sakborningarnir í málinu um 50 talsins. Voru þeir allir sakfelldir í að minnsta kosti einum ákærulið í morgun. Hér fyrir neðan er upptalning þeirra.

Charly Arbo, karlmaður um þrítugt, hefur verið fundinn sekur um nauðgun. Hann var yngsti sakborningurinn í málinu. 

Florian Rocca hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Cyrille Delville hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Christian Lescole hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun. Hann var sýknaður af ákæru um vörslu barnaníðsefnis.

Lionel Rodriguez hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Nicolas Francois hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun og fyrir vörslu barnaníðsefnis.

Jacques Cubeau hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Patrice Nicolle hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Thierry Parisis  hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Simoné Mekenese hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Didier Sambuchi hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Jerome Vilela  hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Dominique Davies hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Boris Moulin hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Nizar Hamida  hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Philippe Leleu hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Cyril Beaubis hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Quentin Hennebert  hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Mathieu Dartus hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Cyprien Culieras hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Joan Kawai hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Redouane Azougagh hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Karim Sebaoui hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun og fyrir vörslu barnaníðsefnis.

Fabien Sotton hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Jean-Luc LA hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Hughes Malago hefur verið sakfelldur fyrir tilraun til nauðgunar og tvö önnur brot.

Adrien Longeron hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun og vörslu barnaníðsefnis.

Vincent Coullet hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Andy Rodriguez hefur verið sakfelldur fyrir tilraun til nauðgunar og önnur brot.

Jean-Marc LeLoup hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Romain Vandevelde hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Husamettin Dogan hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Omar Douiri hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Paul-Koikoi Grovogui hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Ahmed Tbarik hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Jean Tirano hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Saifeddine Ghabi var sýknaður af ákæru um nauðgun og tilraun til nauðgunar en sakfelldur fyrir kynferðisbrot.

Redouane El Farihi hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Hassan Ouamou hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Joseph Cocco hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Cendric Venzin hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Cedric Grassot hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Grégory Serviol hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Abdelali Dallal hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Patrick Aron hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Ludovick Blemeur hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Mohamed Rafaa hefur verið sakfelldur fyrir nauðgun.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert