Pelicot óhrædd

Franska konan Gisele Pelicot óttast ekki ný réttarhöld fari svo að einhver sakborninga í kynferðisbrotamáli gegn henni áfrýi dómnum sem féll í gær.

Fyrrverandi eiginmaður hennar var þá dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að hafa byrlað henni ólyfjan og boðið tugum ókunnugra manna til að nauðga henni á meðan hún lá meðvitundarlaus. 

Pelicot, sem er 72 ára gömul, hefur verið hampað sem hetju og táknmynd femínista fyrir hennar hugrekki og virðuleika á meðan réttarhaldinu stóð í þrjá mánuði. Því lauk með sakfellingu allra sakborninga sem voru 51 talsins. Þar á meðal fyrrverandi eiginmaður hennar sem skipulagði ofbeldið. 

Gisele Pelicot ræddi við fjölmiðla í gær eftir að dómur …
Gisele Pelicot ræddi við fjölmiðla í gær eftir að dómur lá fyrir. AFP

Tveir sakborninganna íhuga nú að áfrýja dómnum og lögmaður fyrrverandi eiginmanns hennar útilokar ekki heldur áfrýjun. Pelicot hefur sagt að ferlið hafi verið erfitt, en að sögn lögmanns hennar þá óttast hún ekki áfrýjun.

„Ef af því verður þá hefur hún gefið til kynna að hún muni taka á því, ef hún er nægilega heilsuhraust, þar sem hún er augljóslega orðin 72 ára gömul,“ sagði Stephane Babonneau, einn lögmanna hennar, í samtali við útvarpsstöðina France Inter.

„En þrátt fyrir þá, þá óttast hún það ekki, það er það sem hún hefur tjáð okkur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert