Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir hug sinn vera hjá fórnarlömbum og aðstandendum þeirra sem urðu fyrir árásinni á jólamarkaði í Magdeburg í Þýskalandi í kvöld.
„Fréttirnar frá Magdeburg sýna það versta. Hugur minn er hjá fórnarlömbunum og aðstandendum þeirra. Við stöndum með þeim og íbúum Magdeburg. Ég vil þakka þeim sem hafa staðið að björgun á þessum erfiðu tímum,“ sagði Scholz í færslu á X.
Maður ók bíl inn í mannfjöldann á jólamarkaði í borginni Magdeburg í austurhluta Þýskalands í kvöld. Tveir eru látnir og tugir slasaðir eftir árásina. Hið minnsta fimmtán eru alvarlega slasaðir.
Lögreglan handtók í kvöld mann sem grunaður er um verknaðinn. Er hann sagður vera frá Sádi-Arabíu.
Die Meldungen aus Magdeburg lassen Schlimmes erahnen.
— Bundeskanzler Olaf Scholz (@Bundeskanzler) December 20, 2024
Meine Gedanken sind bei den Opfern und ihren Angehörigen. Wir stehen an ihrer Seite und an der Seite der Magdeburgerinnen und Magdeburger. Mein Dank gilt den engagierten Rettungskräften in diesen bangen Stunden.
Robert Habeck, varakanslari Þýskalands, hefur sömuleiðis tjáð sig um málið:
„Hræðilegar fréttir frá Magdeburg, þar sem fólk vildi eyða aðventunni í friði og í góðum félagsskap. Hugur minn er hjá fórnarlömbum og aðstandendum þeirra.“
Welch furchtbare Nachrichten aus #Magdeburg, wo Menschen die Adventszeit in Frieden und Gemeinschaft verbringen wollten. Meine Gedanken sind bei den Opfern und Angehörigen. Ich danke allen Einsatzkräften, die vor Ort alles geben, um zu helfen und die Hintergründe aufzuklären.
— Robert Habeck (@roberthabeck) December 20, 2024