Emmanuel Macron Frakklandsforseti þakkar Giséle Pelicot fyrir styrkinn og æðruleysið sem hún sýndi í réttarhöldunum en fyrrverandi eiginmaður hennar, Dominique Pelicot, var í gær dæmdur í 20 ára fangelsi eftir að hann var sakfelldur fyrir að hafa byrlað henni ólyfjan og allt sem við kom hópnauðgunum sem hann lagði á ráðin um.
„Þakka þér Giséle Pelciot fyrir okkur öll, vegna þess að reisn þín og hugrekki hefur hreyft við og veitt Frakklandi og öllum heiminum innblástur,“ skrifar Macron á samfélagsmiðilinn X.
Dominique Pelicot játaði fyrir dómi að hafa gefið fyrrverandi eiginkonu sinni slævandi lyf og nauðgað henni ítrekað, ásamt því hafa fengið tugi karlmanna til að gera slíkt hið sama. Sakborningarnir í málinu voru 50 talsins. Allir voru þeir sakfelldir í að minnsta kosti einum ákærulið.
Merci Gisèle Pélicot.
— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) December 20, 2024
Pour ce mot de justice au nom duquel vous avez affronté l’épreuve tête haute.
Pour les femmes, qui ont pour toujours une éclaireuse pour parler et lutter.
Pour nous tous, car votre dignité et votre courage ont ému et inspiré la France et le monde. pic.twitter.com/6203dON8t4