„Þakka þér Giséle Pelicot fyrir okkur öll“

Giséle Pelicot.
Giséle Pelicot. AFP

Emmanuel Macron Frakklandsforseti þakkar Giséle Pelicot fyrir styrkinn og æðruleysið sem hún sýndi í réttarhöldunum en fyrrverandi eiginmaður hennar, Dom­in­ique Pelicot, var í gær dæmdur í 20 ára fangelsi eftir að hann var sakfelldur fyrir að hafa byrlað henni ólyfjan og allt sem við kom hópnauðgunum sem hann lagði á ráðin um.

„Þakka þér Giséle Pelciot fyrir okkur öll, vegna þess að reisn þín og hugrekki hefur hreyft við og veitt Frakklandi og öllum heiminum innblástur,“ skrifar Macron á samfélagsmiðilinn X.

Dom­in­ique Pelicot játaði fyrir dómi að hafa gefið fyrrverandi eiginkonu sinni slævandi lyf og nauðgað henni ítrekað, ásamt því hafa fengið tugi karlmanna til að gera slíkt hið sama. Sakborningarnir í málinu voru 50 talsins. Allir voru þeir sakfelldir í að minnsta kosti einum ákærulið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert