Forsætisráðherra Grænlands hefur enn og aftur stigið fram til þess að lýsa því yfir að Grænland sé ekki til sölu.
„Grænland tilheyrir Grænlendingum,“ sagði Mute Egede, forsætisráðherra Grænlands.
Yfirlýsing Egede kemur í kjölfar þess að Donald Trump kjörinn Bandaríkjaforseti birti færslu á samskiptamiðli sínum, Truth Social, um að eignarhald Bandaríkjanna á Grænlandi væri nauðsyn í þágu alheimsfriðar og -öryggis.
„Við erum ekki til sölu og verðum ekki til sölu,“ sagði Egde enn fremur.
Hann hvatti Grænlendinga til þess að missa ekki sjónar á langri frelsisbaráttu sinni en hvatti á sama tíma til samvinnu og viðskipta við önnur ríki heims, þá einkum nágrannaríki.