Kveikti í konu í neðanjarðarlest

Neðanjarðarlest í New York.
Neðanjarðarlest í New York. Ljósmynd/Wikipedia.org

Karlmaður hefur verið handtekinn í New York í Bandaríkjunum í tengslum við lát konu sem kveikt var í um borð í neðanjarðarlest í Brooklyn-hverfi.

Yfirmaður hjá lögreglunni, Jessica Tisch, lýsti atvikinu sem varð í gær sem „einum svívirðilegasta glæp sem nokkur manneskja gæti nokkru sinni gert annarri manneskju“.

Hún sagði konuna hafa verið stadda í lestinni þegar maður nálgaðist hana og kveikti í fötunum hennar með kveikjara, að því er BBC greindi frá.

Konan lést á staðnum, sagði Tisch, sem bætti við að sá grunaði hefði verið handtekinn eftir að ábending hefði borist frá menntaskólanemendum um manninn er hann var staddur í neðanjarðarlest seinna um daginn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert