Neitaði sök um morð og hryðjuverk

Luigi Mangione.
Luigi Mangione. AFP

Luigi Mangione, sem hefur verið ákærður fyrir morðið á Brian Thompson, forstjóra stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á Manhattan í New York þann fjórða desember hefur lýst sig saklausan af ákæru um morð og hryðjuverk. Hann kom fyrir dómstól í New York í dag.

Mangione, sem er 26 ára gamall, var í síðustu viku ákærður fyrir að myrða Thompson og er morðið talið vera hryðjuverk og hefur þá einnig verið ákærður fyrir brot á lögum um skotvopn. Auk þeirra er hann ákærður fyrir fjölda brota í Pennsylvaníu.

Mangione var handtekinn á McDonald's í Pennsylvaníu eftir fimm daga leit, með byssu sem passaði við þá sem notuð var í skotárásinni og fölsuð skilríki, að sögn lögreglu.

Hann á yfir höfði sér 11 kærur í New York, þar á meðal morð af fyrstu gráðu og morð sem hryðjuverkaglæp. Verði hann fundinn sekur um öll atriðin á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsisdóm án möguleika á reynslulausn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert