Nýr innanríkisráðherra Sýrlands segir að starfsmenn ráðuneytisins hefðu verið drepnir af mönnum sem studdu stjórn Bashars al-Assads, fyrrverandi Sýrlandsforseta, í Tartus-héraðinu í kvöld.
Mohammed Abdel Rahman innanríkisráðherra gaf út yfirlýsingu fyrr í kvöld þess efnis að 14 starfsmenn hefðu verið drepnir og 10 særðir þegar þeir voru að sinna störfum sínum við að „viðhalda öryggi og vernd“.
Fyrr í mánuðinum náðu uppreisnarmenn í Sýrlandi völdum yfir ríkinu og Assad flúði úr landi. Honum hefur verið lýst sem einum alræmdasta einræðisherra heimsins.