Flestir farþegar frá Aserbaídsjan

Flestir farþegarnir voru ríkisborgarar Aserbaídsjan.
Flestir farþegarnir voru ríkisborgarar Aserbaídsjan. AFP

Farþegar sem voru um borð í flugvélinni sem brotlenti fyrr í dag í Kasakstan voru 67 talsins samkvæmt yfirvöldum í Kasakstan. Af þeim eru 38 látnir en aðrir komust lífs af.

Samgönguráðuneyti Kasakstan segir að í flugvélinni hafi verið 37 ríkisborgarar Aserbaídsjan, sex frá Kasakstan, þrír frá Kirgistan og 16 frá Rússlandi. 

Almannavarnaráðuneyti Kasakstan segir að af þeim 29 sem lifðu af séu þrjú börn.

Flugvélin var á vegum flugfélags Aserbaídsjan en hún varð alelda þegar hún reyndi að nauðlenda nálægt borginni Aktau í Kasakstan. Vélin var á leið til Grosní í Rússlandi frá Bakú.

Á myndskeiðum sést flugvélin stefna á jörðina á miklum hraða með lendingarbúnaðinn tilbúinn þegar kviknar í henni.

Flugfélag Aserbaísjan hefur sagt að flugi til Grosní verði aflýst meðan á rannsókninni stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert