200 þúsund heimili án rafmagns

Snjóstormurinn hafði áhrif víða á Balkanskaga.
Snjóstormurinn hafði áhrif víða á Balkanskaga. AFP/Elvis Barukcic

Yfir 200 þúsund heimili voru án rafmagns í Bosníu og Hersegóvínu á aðfangadag og jóladag. Mikill snjóstormur féll á svæðið sem olli truflunum víða á Balkanskaga. 

Reuters fréttastofan greinir frá. 

Rafmagnsleysið náði helst til heimila í norðvestur- og miðhluta Bosníu, að sögn tveggja orkufyrirtækja í landinu. 

„Liðar okkar eru alltaf á staðnum og gera allt sem í þeirra valdi stendur,“ sagði Jelena Markovic, talsmaður dreifingarfyrirtækisins Elektroprenos BiH. Sagði hún að flestar flutningslínur væru óaðgengilegar.

Grófust undir snjó

Rafmagnsleysið náði einnig til vesturhluta Serbíu en Tanjug-fréttastofan greinir frá því að 10.000 heimili voru án rafmagns án jóladag. 

Að sögn Ivan Spajic, yfirmanni neyðarvarna í bænum Sabac, var rafmagn komið aftur á síðdegis í gær. 

Snjóstormurinn hafði sömuleiðis áhrif á Króatíu en neyðarsveitir í landinu sögðust hafa bjargað 48 manns sem höfðu grafist undir snjónum í miðhluta Lika-héraðs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert