Alvarlegt rútuslys varð í Hadsel í Norður-Noregi í dag og hafa sjúkrahús í nágrenninu verið sett í viðbragðsstöðu.
Fjölmennt björgunarlið er komið á staðinn, þar á meðal sjúkraþyrlur.
„Ég get staðfest að um alvarlegt slys er að ræða,“ segir Sten Håvard Johannessen, slökkviliðsstjóri í Hadsel, við VG en lögreglunni barst tilkynning um slysið rétt eftir klukkan 14 á staðartíma.
Uppfært klukkan 14:15
Rútan fór út af veginum og hafnaði hluti hennar ofan í vatni. Vitað er um einhver dauðsföll en óljóst er hversu margir eru slasaðir. Talið er að 60-70 farþegar hafi verið í rútunni en mjög slæmt veður er á staðnum.