Suðurkóreskir þingmenn samþykktu í morgun að ákæra Han Duck-soo, forsætisráðherra og starfandi forseta landsins, fyrir embættisbrot.
Þeir komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði „tekið virkan þátt í uppreisninni“ eftir að forveri hans í embætti lýsti yfir herlögum fyrr í þessum mánuði.
„Ég tilkynni hér með að ákæra um embættisbrot forsætisráðherrans Han Duck-soo var samþykkt. Af þeim 192 þingmönnum sem greiddu atkvæði ákváðu 192 að ákæra hann,“ sagði forseti þingsins, Woo Won-shik.