Almennur borgari og lögreglumaður létust í skotbardaga í sveitarfélaginu Klepp í Rogalandi í Noregi í nótt.
Lögreglumaðurinn er á þrítugsaldri, en almenni borgarinn á fimmtugsaldri.
Norsku miðlarnir NRK og VG greina frá.
Annar lögreglumaður særðist einnig í átökunum. Ekki er vitað hversu alvarlega særður hann er.
Norska lögreglan fékk tilkynningu um mögulegt hættuatvik í nótt. Lögregla fylgdi því eftir og hóf leit að hinum grunaða.
Um klukkan hálf tvö í nótt stöðvaði lögregla bifreið hins látna og skotbardagi hófst. Farþegi var í bílnum en hann er ekki talinn hafa særst alvarlega.