Fimm menn á aldrinum 15-20 ára hafa verið handteknir eftir að skotið var á tvo 15 ára drengi í Rosengård í Malmö í Svíþjóð á gamlárskvöld.
Sænska ríkisútvarpið, svt, greinir frá.
Drengirnir tveir sem urðu fyrir skotárásinni voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús og í dag greindi lögreglan í Malmö frá því að annar drengjanna sé látinn.
Lögreglan fékk tilkynningu um klukkan 23 á gamlársdag um skotárásina og handtók í kjölfarið fimm menn sem eru grunaðir um árásina sem átti sér stað í stigagangi. Hinir grunuðu eru á aldrinum 15 til 20 ára, þar af þrír undir 18 ára aldri. Þeir eru allir frá Malmö.