Árásarmaðurinn hafi verið með fjarstýringu fyrir sprengjur

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Lögreglan telur að Shamsud-Din Jabb­ar, hryðjuverkamannsins sem varð fjórtán manns að bana í New Orleans á nýársnótt, hafi verið með fjarstýringu í bílnum sínum til að setja af stað sprengjur.

Þetta segir Joe Biden Bandaríkjaforseti.

Heimatilbúnar sprengjur fundust í kæliboxi skammt frá vettvangi hryðjuverkanna og sýna upptökur eftirlitsmyndavéla Jabbar koma þeim þar fyrir.

Enginn samverkamaður

Forsetinn ítrekar að ekkert bendi til þess að Jabbar hefði átt samverkamenn og að engin tengsl væru á milli hryðjuverkanna í New Orleans og sprengingarinnar í Las Vegas.

„Alríkislögreglan hefur upplýst mig um að eins og staðan er núna bendi ekkert til þess að einhver annar hafi átt þátt í árásinni,“ segir Biden.

„Þeir hafa staðfest að árásarmaðurinn sé sá sami og kom sprengjunum fyrir í kæliboxunum á tveimur stöðum í franska hverfinu nokkrum klukkustundum áður en hann keyrði á mannfjöldann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka