Forstjóri Jeju Air í farbann

Flak flugvélarinnar rannnsakað.
Flak flugvélarinnar rannnsakað. AFP/Yonhap

Forstjóri suðurkóreska flugfélagsins Jeju Air hefur verið settur í farbann eftir að flugvél þess brotlenti í síðustu viku með þeim afleiðingum að 179 fórust.

„Rannsóknarteymið hefur sett tvo einstaklinga í farbann, þar á meðal forstjóra Jeju Air, Kim E-bae,“ sagði lögreglan í héraðinu Jeolla í suðurhluta Suður-Kóreu þar sem slysið varð í borginni Muan.  

Lögreglan gerði jafnframt húsleit á skrifstofum Jeju Air og hjá stjórnendum alþjóðaflugvallarins í Muan en rannsókn á því sem gerðist er í fullum gangi.

AFP/Yonhap
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka