Borið hefur verið kennsl á ökumann Cybertruck-bifreiðarinnar frá Tesla sem sprakk í gær fyrir utan Trump-hótelið í Las Vegas.
Ökumaðurinn heitir Matthew Alan Livelsberger og sinnti herþjónustu í bandaríska hernum.
Breska ríkisútvarpið greinir frá.
Hafði Livelsberger verið að sinna herþjónustu í Þýskalandi en var í leyfi frá störfum hafði verið staðsettur í Colorado, en þaðan kom bifreiðin sem sprakk í Las Vegas í gær.
Tveir ættingjar Livelsberger hafa staðfest að hann tók Cybertruck-bifreið á leigu en vissu ekki að hann hefði komið að sprengingunni.
Þá staðfesti annar ættingjanna að eiginkona Livelsberger hefði ekki heyrt í honum í nokkra daga.
Rannsakendur eru enn þá að skoða hvort tengsl séu á milli sprengingarinnar í gær og bílaárásar sem var gerð í New Orleans á nýársnótt en engin tengsl hafa enn fundist.