Skotárás í Queens

Tíu ungmenni voru flutt á spítala eftir skotárás í Queens-hverfi …
Tíu ungmenni voru flutt á spítala eftir skotárás í Queens-hverfi í New York. APF/Stephanie Keith

Tíu ungmenni voru flutt á spítala eftir skotárás í Queens-hverfi í New York í gærkvöld, að því er ABC greinir frá.

Samkvæmt lögreglunni í New York biðu um fimmtán ungmenni eftir að komast inn á tónlistarviðburð þegar þrír til fjórir menn hófu þar skothríð.

Lögreglan telur mennina hafa skotið oftar en þrjátíu sinnum á hópinn.

Alls voru sex konur og fjórir karlar skotin, öll á aldrinum 16 til 20 ára. Þau voru öll flutt með áverka á sjúkrahús en eru ekki í lífshættu.

Til rannsóknar er hvort árásin tengist glæpastarfsemi en lögreglan segir árásina ekki hafa verið hryðjuverk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka