Ökumaður Tesla-bifreiðarinnar sem sprakk í Las Vegas í gær var skotinn í höfuðið áður en bifreiðin sprakk.
„Við komumst að því við krufningu að einstaklingurinn var með skotáverka á höfðinu áður en bifreiðin sprakk,“ segir Kevin McMahill, sýslumaður í Las Vegas.
Gaf hann í skyn að ökumaðurinn gæti hafa fyrirfarið sér áður en það kviknaði í bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún sprakk.
Flugeldum, eldsneytisbrúsum og frekari sprengiefnum hafði verið komið fyrir í skotti bifreiðarinnar.
Alríkislögreglan FBI telur ekki að tengsl hafi verið á milli atviksins og hryðjuverkanna í New Orleans á nýársnótt.