Tólf látnir: Árásarmaðurinn svipti sig lífi

Lögreglumaður stendur vörð þar sem árásin var gerð.
Lögreglumaður stendur vörð þar sem árásin var gerð. AFP/Savo Prelevic

Tólf manns eru látnir eftir skotárásina sem var gerð á veitingastað og í nágrenni hans skammt frá borginni Cetinje í vesturhluta Svartfjallalands í gærkvöldi.

Saksóknari greindi frá þessu.

Eftir að lögreglan hafði umkringt árásarmanninn eftir umfangsmikla leit svipti hann sig lífi, að sögn lögreglustjórans Lazar Scepanovic.

Fórnarlömb árásarinnar voru drepin á fimm mismundandi stöðum, þar af voru þau fjögur fyrstu drepin inni á veitingastaðnum, sagði saksóknarinn Andrijana Nastic.

Fjórir særðust alvarlega í árásinni, þar af eru þrír í lífshættu. Lögreglan hefur útilokað að um hafi verið að ræða árás í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi. 

Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Svartfjallalandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka