Repúblikaninn Mike Johnson heldur sæti sínu sem forseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna en í dag var kosið í embættið.
Þingmeirihluti repúblikana er mjög tæpur og höfðu þrír repúblikanar gefið það út að þeir myndu ekki samþykkja Johnson.
Skiptu tveir þeir um skoðun á ögurstundu og hlaut Johnson hreinan meirihluta atkvæða.