Skutu niður flugskeyti og dróna frá Jemen

Ísraelsher skýtur í átt að Gasasvæðinu.
Ísraelsher skýtur í átt að Gasasvæðinu. AFP/Jack Guez

Ísraelski herinn segist hafa skotið niður flugskeyti og dróna sem var skotið á loft frá Jemen í morgun.

Árásin er sú nýjasta sem Jemen gerir á Ísrael á undanförnum vikum.

Þó nokkrir þurftu á aðhlynningu að halda eftir að hafa slasast eða fengið kvíðakast á leið sinni í sprengjubyrgi eftir að loftvarnarflautur ómuðu í mið- og suðurhluta Ísraels vegna flugskeytisins.

Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti herinn um að hann hefði skotið niður dróna sem var skotið frá Jemen.  

Ísraelar sögðust á þriðjudaginn einnig hafa skotið niður flugskeyti frá Jemen.

Uppreisnarmenn Húta, sem njóta stuðnings Írans, ráða yfir meirihluta Jemens.

Þeir hafa skotið flugskeytum og drónum í átt að Ísrael og segjast með því vera að sýna Palestínumönnum samstöðu í stríðinu á Gasasvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka