Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, stígur til hliðar á næstu dögum í kjölfar þess að stjórnarmyndunarviðræðum við sósíaldemókrata var slitið. Hann ætlar jafnframt að segja af sér formennsku í Þjóðarflokknum.
Hann greinir frá þessu í færslu á X.
Nehammer, sem er einnig formaður Þjóðarflokksins, segir flokkana hafa lengi verið í viðræðum. Það hafi hins vegar ekki gengið að semja um ýmis lykilmál.
Hann hefur verið kanslari frá árinu 2021. Kosningar fóru fram í september á síðasta ári.
Wir haben lange und redlich verhandelt. In wesentlichen Punkten ist mit der SPÖ keine Einigung möglich. Die Volkspartei steht zu ihren Versprechen: Wir werden leistungs- und wirtschaftsfeindlichen Maßnahmen oder neuen Steuern nicht zustimmen. Daher beenden wir die Verhandlungen… pic.twitter.com/evKgQbtTwq
— Karl Nehammer (@karlnehammer) January 4, 2025