Fimm létust og sjö særðust í skotárás í Mexíkó fyrr í dag.
Skotárásin átti sér stað í borginni Villahermosa í Tabasco-ríki og gerðist á bar.
Að sögn yfirvalda í borginni er nú unnið að því að greina myndbandsupptökur til að hafa uppi á þeim sem stóðu að verknaðinum.
Samkvæmt þarlendum fjölmiðlum gerðist skotárásin á barnum La Casita Azul þar sem menn réðust inn haldandi á byssum og hófu skothríð á viðskiptavini barsins.
Ekki er búið að bera kennsl á árásarmennina og ekki hefur verið greint frá því hversu marga menn er um að ræða.
Ofbeldisglæpum í Tabasco-ríki hefur fjölgað á undanförnum mánuðum en í nóvember létu sex manns lífið og tíu særðust í árás sem einnig var gerð á bar í Villahermosa.