Meloni heimsótti Trump í Mar-a-Lago

Trump og Meloni funduðu í gær.
Trump og Meloni funduðu í gær. AFP/Filippo Attili/Palazzo Chigi

Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, fór í óopinbera heimsókn til Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, í Mar-a-Lago í Flórídaríki í gær.

Myndir frá heimsókninni voru á forsíðum margra ítalskra dagblaða í morgun.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Trump og Meloni hafi …
Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Trump og Meloni hafi snætt kvöldverð saman. AFP/Filippo Attili/Palazzo Chigi

Meloni er meðal nokkurra þjóðarleiðtoga sem hafa fundað með Trump síðan hann var kjörinn forseti í nóvember. Trump tekur við embættinu á ný 20. janúar.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fundaði til að mynda með Trump í Flórída­ríki í lok nóvember. 

Leiðtogarnir stilltu sér upp saman.
Leiðtogarnir stilltu sér upp saman. AFP/Filippo Attili/Palazzo Chigi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert