Simitis látinn 88 ára að aldri

Simitis var einn af stofnendum gríska sósí­al­ista­flokks­ins, PASOK. Myndin var …
Simitis var einn af stofnendum gríska sósí­al­ista­flokks­ins, PASOK. Myndin var tekin er Simitis sagði af sér sem formaður flokksins árið 2004. AFP/Fayez Nureldine

Costas Simitis, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, er látinn 88 ára að aldri. Gríska ríkisstjórnin hefur lýst yfir fjögurra daga þjóðarsorg vegna andláts hans.

Simitis var einn af stofnendum gríska sósí­al­ista­flokks­ins, PASOK. Hann var leiðtogi flokksins og forsætisráðherra á árunum 1996 til 2004.

Á meðan Simitis var við stjórnvölinn tók Grikkland upp evruna, hann aðstoðaði Kýpur við aðild að ESB og skipulagði Ólympíuleikana í Aþenu árið 2004.

Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, minntist Simitis í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrr í dag. Sagði hann Simitis hafa verið göfugan stjórnmálamann sem hafi leitt Grikkland til framfara. Sendi hann fjölskyldu Simitis samúðarkveðjur, en hann lætur eftir sig eiginkonu og tvær dætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert