Úkraínuher hóf aðra gagnárás í Kúrsk-héraðinu í Rússlandi fyrr í dag. Í ágúst á síðasta ári gerði herinn gagnárás á svæðinu.
Um klukkan 9 að morgni í Rússlandi hóf herinn gagnárásina, að því er kemur fram í yfirlýsingu rússneska varnarmálaráðuneytisins.
Samkvæmt yfirlýsingunni notuðu Úkraínumenn tvo skriðdreka, ökutæki til að fjarlægja jarðsprengjur og tólf vopnaða herbíla í gagnárásinni.
Yfirvöld í Úkraínu hafa ekki tjáð sig sérstaklega um gagnárásina í dag.
Aðgerðir Úkraínumanna í ágúst voru með umfangsmestu aðgerðum Úkraínumanna innan landamæra Rússlands frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022.