Tilkynnt hefur verið um fyrsta dauðsfall manneskju sem tengist fuglaflensu í Bandaríkjunum.
Heilbrigðisyfirvöld í Louisiana greina frá dauðsfallinu með yfirlýsingu en þar segir að einstaklingurinn hafi verið 65 ára gamall sjúklingur sem hafi einnig glímt við önnur veikindi.
Um er að ræða sama sjúkling og greint var frá að væri alvarlega veikur stuttu fyrir jól.
Sá var lagður inn á spítala vegna alvarlegra veikinda í öndunarfærum sem tengdust H5N1-sýkingu og var það fyrsta alvarlega tilfelli sýkingarinnar í Bandaríkjunum.
Segir einnig í yfirlýsingunni að þrátt fyrir dauðsfallið sé lýðheilsuhætta vegna fuglaflensunnar enn lítil.