Líklegt að Trudeau segi af sér

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AFP

Talið er Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, muni segja af sér á næstu dögum og jafnvel strax í dag.

Þetta kemur fram í kanadíska miðlunum The Globe og Mail en Trudeau hefur sætt mikilli gagnrýni í langan tíma og hafa að minnsta kosti sjö þingmenn úr flokki forsætisráðherrans hvatt hann opinberlega til að segja af sér.

Vitnað er í þrjá nafnlausa heimildarmenn með þekkingu á innanflokksmálum og segir The Globe og Mail að tilkynning Trudeau um afsögn sé að vænta fyrir flokksfund Frjálslynda flokksins sem haldinn verður á miðvikudaginn og gæti jafnvel komið í dag.

Trudeau tók við forystu Frjálslynda flokksins árið 2013 þegar flokkurinn var í mikilli kreppu. Hann tók við embætti forsætisráðherra Kanada árið 2015 og flokkur hans vann sigur í þingkosningum árin 2019 og 2021.

Vinsældir Trudeau hafa dvínað undanfarna mánuði en ríkisstjórn hans lifði naumlega af röð vantraustsatkvæða og gagnrýnendur hvöttu til afsagnar hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert