Tala látinna hækkar eftir árásina í Magdeburg

Árásin átti sér stað 20. desember.
Árásin átti sér stað 20. desember. AFP/Ralf Hirschberger

Sjötta manneskjan er látin vegna árásarinnar í Magdeburg á jólamarkað í Þýskalandi.

Upphaflega var greint frá því að fimm hefðu látist og 200 særst í árásinni þann 20. desember þegar hinn grunaði, Taleb al-Abdulmohsen, ók bifreið inn í mannfjölda á jólamarkaði.

Þar af var 41 alvarlega slasaður og nú hefur einn af þeim látist. Fjöldi látinna er því sex.

52 ára kona

Saksóknari í Þýskalandi segir að fórnarlambið sé 52 ára gömul kona sem lést af sárum sínum.

Sá grunaði hef­ur verið úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald. Hann er enn sem komið er ekki sakaður um hryðju­verk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert