Donald Trump yngri, elsti sonur verðandi Bandaríkjaforseta, er á leið til Grænlands, tveimur vikum eftir að faðir hans sagði að eignarhald Bandaríkjanna á Grænlandi væri nauðsyn í þágu alheimsfriðar og -öryggis.
Greint var frá því fyrir tveimur vikum eftir að Trump lét orðin falla í færslu á miðli sínum, Truth Social.
Í yfirlýsingu frá danska utanríkisráðuneytinu segir að vitað sé af fyrirhugaðri heimsókn Donalds Trumps Jr. til Grænlands en þar sem ekki sé um opinbera heimsókn Bandaríkjanna að ræða séu engar athugasemdir gerðar við heimsóknina.
Eftir að Trump birti færslu sína steig forsætisráðherra Grænlands, Mute Egede, fram og lýsti því yfir að Grænland væri ekki til sölu.
Engar upplýsingar hafa verið gerðar opinberar um ferðina en svo virðist sem um sé að ræða persónulega ferð Trumps.
Haft er eftir Mininnguaq Kleist, grænlenskum diplómata, að ekki sé búist við að Trump yngri muni ganga á fund grænlenskra embættismanna í heimsókn sinni.