Franski öfgahægri stjórnmálamaðurinn Jean-Marie Le Pen er látinn, 96 ára að aldri.
Le Pen, sem hafði verið á umönnunarstofnun í nokkrar vikur, lést í dag umkringdur ástvinum sínum, segir í tilkynningu frá fjölskyldu hans.
Fyrrverandi fallhlífarhermaðurinn stofnaði Þjóðfylkingarflokkinn sem hann leiddi á árunum 1972 til 2011. 80 ára gamall steig hann til hliðar og dóttir hans, Marine Le Pen, tók við af föður sínum.
Le Pen var öfgahægrimaður í frönskum stjórnmálum og vísaði m.a. helförinni á bug og kallaði hana smáatriði í sögunni. Hann var sektaður um 30 þúsund evrur eða jafnvirði 4,2 milljóna króna fyrir þessi ummæli og þá var hann dæmdur sekur eftir að hann sagði hernám nasista í Frakklandi ekki hafa verið „sérlega grimmt“.