Fráfarandi forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir að fyrr frjósi í helvíti en að Kanada sameinist Bandaríkjunum, eins og Donald Trump hefur viðrað hugmyndir um að undanförnu.
Trudeau svaraði sameiningarhugleiðingum tilvonandi Bandaríkjaforseta í stuttu tísti á X nú fyrir skömmu.
Segir hann vinnandi fólk og samfélög í báðum löndum njóta góðs af því að vera stærstu viðskipta- og öryggissamstarfsaðilar hvors annars.
There isn’t a snowball’s chance in hell that Canada would become part of the United States.
— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 7, 2025
Workers and communities in both our countries benefit from being each other’s biggest trading and security partner.
Trump hefur ítrekað gefið í skyn að Kanada ætti að sameinast Bandaríkjunum en hefur þó ekki gengið svo langt að tala um að ná sameiningunni fram með hervaldi, eins og í tilfelli Grænlands.
Hefur Trump í staðinn talað um að beita „efnahagslegum öflum“ til að knýja fram sameiningu þjóðanna tveggja.
Trudeau sagði af sér sem formaður Frjálslynda flokksins í gær og mun stíga til hliðar sem forsætisráðherra eftir að flokkurinn hefur valið sér nýjan leiðtoga.