Myndir: Hamfarir í Los Angeles

Alelda heimili í Eaton-eldinum í Altadena-hverfinu í Los Angeles-sýslu.
Alelda heimili í Eaton-eldinum í Altadena-hverfinu í Los Angeles-sýslu. AFP/josh Edelson

Gróðureldarnir í Los Angeles-sýslu í Kaliforníuríki geisa enn og nú er talið að lágmarki tíu manns séu látnir. Hátt í 200 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín og ekki er ljóst hvenær hamfarirnar taka enda. 

Þessi samsetta gervihnattarmynd frá Maxar Technologies sýnir hverfi í Pacific …
Þessi samsetta gervihnattarmynd frá Maxar Technologies sýnir hverfi í Pacific Palisades bæði fyrir og eftir brunann. AFP/Maxar Technologies

Yfir níu þúsund heim­ili, fyr­ir­tæki og aðrar bygg­ing­ar hafa skemmst eða eyðilagst vegna Palisa­des og Eaton-eld­anna í Los Ang­eles.

Íbúðarhús brennur í Eaton-eldinum í Altadena-héraði í Los Angeles í …
Íbúðarhús brennur í Eaton-eldinum í Altadena-héraði í Los Angeles í Kaliforníu. AFP/Josh Edelson

Enn eru eld­ar á fimm svæðum, Palisa­des, Eaton, Kenn­eth, Hurst og Lidia. Yf­ir­völd í Kali­forn­íu segja að 4.700 slökkviliðsmenn séu að störf­um og þá hef­ur verið gripið til þess ráðs að fá 800 fanga til að taka þátt í björg­un­ar­störf­um.

Lögreglumenn hjálpa eldri brogara að rýma heimili sitt í Altadena.
Lögreglumenn hjálpa eldri brogara að rýma heimili sitt í Altadena. AFP/Robyn Beck

Dröfn Ösp Snorra­dótt­ir Rozas, sem hef­ur verið bú­sett í Kali­forn­íu síðastliðin tólf ár sagði í samtali við mbl.is í gær að hún hefði aldrei verið jafn hrædd síðan hún flutti til Los Angeles.

„Þetta er bara allt svo skelfi­legt að ég hef aldrei verið svona hrædd síðan ég flutti til Los Ang­eles,“ sagði Dröfn. 

Þyrla varpar vatni á heimili sem eru í hættu vegna …
Þyrla varpar vatni á heimili sem eru í hættu vegna gróðurelda. AFP/David Swanson

Gróðureld­arn­ir í Los Ang­eles eru tald­ir verða þeir kostnaðar­söm­ustu í sögu Banda­ríkj­anna.

Að mati trygg­inga­sér­fræðings fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins J.P. Morg­an, Jimmy Bhull­ar, nálg­ast heild­artjón vegna eld­anna um 50 millj­arða banda­ríkja­dala, eða um sjö bill­jón­ir ís­lenskra króna.

Slökkviliðsmenn á vettvangi þar sem fjölbýlishús brennur í Eaton-eldinum í …
Slökkviliðsmenn á vettvangi þar sem fjölbýlishús brennur í Eaton-eldinum í Altadena-hverfinu. AFP/Josh Edelson
Þessi loftmynd var tekin úr þyrlu og sýnir hvernig heilt …
Þessi loftmynd var tekin úr þyrlu og sýnir hvernig heilt hverfi í Pacific Palisades hefur brunnið til kaldra kola. Þúsundir heimila hafa orðið gróðureldunum að bráð. AFP/Josh Edelson
Mörg af þeim heimilum sem hafa brunnið teljast vera með …
Mörg af þeim heimilum sem hafa brunnið teljast vera með þeim flottustu í Kaliforníuríki. AFP/Zoe Meyers
Eyðileggingin er svakaleg.
Eyðileggingin er svakaleg. AFP/Josh Edelson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert