Hótelerfinginn og tískumógúllinn Paris Hilton hefur misst heimili sitt vegna gróðureldanna í Los Angeles í Kaliforníuríki.
Eins og sjá má á myndskeiðinu hér að ofan hefur heimili hennar brunnið til kaldra kola.
Um 10 þúsund byggingar hafa eyðilagst í eldunum. Yfirvöld í Los Angeles hafa fyrirskipað 166 þúsund manns að yfirgefa heimili sín og fara í neyðarskýli. Býr það fólk í um 53 þúsund hýbýlum.