Jack Smith segir af sér

Jack Smith hefur sagt af sér embætti sem sérstakur lögfræðingur …
Jack Smith hefur sagt af sér embætti sem sérstakur lögfræðingur í tveimur alríkisglæpamálum gegn Trump. AFP

Jack Smith, sérstakur saksóknari í máli ákæruvaldsins gegn Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, hefur sagt af sér hjá dómsmálaráðuneytinu. 

Þetta kemur fram í frétt BBC

Samkvæmt dómsskýrslu sem lögð var fram í gær „sleit Smith sig frá ráðuneytinu“ á föstudag.  Brotthvarf Smiths kemur í kjölfar deilna um birtingu skýrslu hans um niðurstöður trúnaðarmálaskjals Trumps. 

Skipaður ráðgjafi árið 2022

Smith var árið 2022 skipaður sérstakur ráðgjafi til að hafa umsjón með tveimur málum dómsmálaráðuneytisins gegn Trump.

Annað þeirra var vegna meintrar óviðeigandi geymslu á trúnaðarskjölum og hitt vegna meintrar tilraunar hans til að hafa afskipti af kosningaúrslitum árið 2020. 

Bæði málin leiddu til sakamála á hendur Trumps, sem neitaði sök og hélt því fram að að baki saksóknunum væru pólitískar ástæður. 

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti. AFP/Eva Marie Uzcategui

Reglur koma í veg fyrir saksókn gegn sitjandi forseta

Málum Smiths gegn Trump lauk undir lok síðasta árs í kjölfar sigurs Trump í forsetakosningunum, en reglur dómsmálaráðuneytisins koma í veg fyrir saksókn gegn sitjandi forseta. 

Fréttaveitan CBS greindi frá því í nóvember að vænta mætti afsagnar Smiths, enda myndi það gera honum kleift að yfirgefa starf sitt án þess að vera rekinn af Trump eða verðandi dómsmálaráðherra. 

Útganga Smiths þýðir að hann fer án þess að dæmt verði í öðru hvoru sakamáli hans gegn Trump. 

Smith deildi skýrslu þrátt fyrir bann frá dómara

Fyrr í vikunni bannaði Aileen Cannon, bandarískur héraðsdómari sem hafði yfirumsjón með leyniskjölum í málinu, tímabundið Smith og Merrick Garland dómsmálaráðherra að „gefa út, deila eða senda“ skýrsluna um málið. 

Lögfræðiteymi Trumps fékk drög að afriti af skýrslunni síðustu helgi og var búist við að hún yrði gefin út strax á föstudag. 

Þessi ákvörðun Cannon kom eftir að lögfræðingar meðákærða Trumps í málinu,  Walt Nauta og Carlos de Oliveir, hvöttu hana til að grípa inn í. Báðir mennirnir höfðu neitað sök. 

Fyrsti Bandaríkjaforsetinn með refsidóm

Lögfræðingar Trumps héldu því fram að Smith hefði ekki lagalega heimild til að leggja fram skýrsluna um trúnaðarskjöl vegna þess að hann hafi verið valinn í bága við stjórnarskrá til að gegna starfinu.

Lögfræðiteymi Trumps skrifaði dómsmálaráðherra og hvatti hann til að gefa ekki skýrsluna út til að binda enda á „vopnavæðingu réttarkerfisins“.  

Á föstudaginn dæmdi dómari Trump í sakamáli sem tengist þöggunargreiðslum, en hann var þó hvorki dæmdur í fangelsi né til greiðslu sektar. Hann mun þó taka við forsetaembættinu sem fyrsti Bandaríkjaforseti með refsidóm. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert