Zoran Milanovic, sitjandi forseti Króatíu, er sigurvegari seinni umferðar forsetakosninganna þar í landi samkvæmt útgönguspám.
Hlaut Milanovic 49,11% atkvæða í fyrri kosningunum og munaði því sáralitlu að hann hlyti hreinan meirihluta.
Svo var ekki og þurfti þess vegna að kjósa aftur. Hlaut Milanovivc 77,86% atkvæða í seinni kosningum.
Milanovic er vinstrimaður og var áður formaður Jafnaðarmannaflokks Króatíu, sem er í stjórnarandstöðu á þingi Króatíu.