Sex létust og átta slösuðust í eldsvoða á veitingastað í borginni Most í norðvesturhluta Tékklands í gær.
Borgin er í um 70 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Prag. Þeir sem slösuðust voru fluttir á spítala, en sex eru alvarlega slasaðir.
Eldurinn kviknaði um klukkan 21 að staðartíma í gær. Málið er nú í rannsókn.