Þrír létust og tveir slösuðust í snjóflóði á Punta Valgrande-fjalli í Ölpunum við landamæri Ítalíu og Sviss, í Piedmont-héraði, um klukkan 12.30 í dag.
Ítalski miðillinn Corriere Torino greinir frá.
Þeir sem létust voru allir frá Piedmont. Þeir sem slösuðust voru vinir þeirra og einnig frá sama héraði.