Tala látinna hækkar

Rústir fasteigna við ströndina sem hafa eyðilagst í Palisades-eldunum.
Rústir fasteigna við ströndina sem hafa eyðilagst í Palisades-eldunum. AFP

Í það minnsta 24 eru látnir og 16 er saknað í gróðureldunum skæðu sem hafa geisað í Los Angeles í Bandaríkjunum í tæpa viku.

Veðurfræðingar segja að í vikunni sé reiknað með vaxandi vindi sem mun torvelda slökkvistarf en um helgina náðist ágætur árangur í að stöðva útbreiðslu eldanna sem brenna nú aðallega á þremur stöðum. Skæðustu eldarnir eru á Palisades og Eaton svæðunum sem loga á sitt hvorum endum borgarinnar. Sextán hinna látnu fundust á Eaton brunasvæðinu en átta fundust á Palisades svæðinu.

Slökkviliðsmenn úr átta ríkjum Bandaríkjanna eru mættir á svæðið sem og slökkviliðsmenn frá Kanada og Mexíkó. Þá hefur Volodimír Selenskí Úkraínuforseti tilkynnt innviðaráðherra sínum að undirbúa að senda úkraínska slökkviliðsmenn til Los Angles-borgar.

Tugir þúsundir manna sem hafa neyðst til að yfigefa heimili sín vegna eldanna munu ekki geta snúið aftur fyrr en í að minnsta eftir fjóra daga greindu embættismenn frá í gær.

Anthony Marrone, slökkviliðsstjóri í Los Angeles-sýslu sagði í gær að spáð sé hvassviðri í þessari viku sem þýði að neyðarástandi vegna eldanna sé langt frá því að vera lokið.

Eyðilögð ökutæki sem skilin voru eftir meðfram Sunset Boulevard.
Eyðilögð ökutæki sem skilin voru eftir meðfram Sunset Boulevard. AFP
Í það minnsta 24 eru látnir og 16 er saknað …
Í það minnsta 24 eru látnir og 16 er saknað í gróðureldunum skæðu sem hafa geisað í Los Angeles í Bandaríkjunum í tæpa viku. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert