Í það minnsta 24 eru látnir og 16 er saknað í gróðureldunum skæðu sem hafa geisað í Los Angeles í Bandaríkjunum í tæpa viku.
Veðurfræðingar segja að í vikunni sé reiknað með vaxandi vindi sem mun torvelda slökkvistarf en um helgina náðist ágætur árangur í að stöðva útbreiðslu eldanna sem brenna nú aðallega á þremur stöðum. Skæðustu eldarnir eru á Palisades og Eaton svæðunum sem loga á sitt hvorum endum borgarinnar. Sextán hinna látnu fundust á Eaton brunasvæðinu en átta fundust á Palisades svæðinu.
Slökkviliðsmenn úr átta ríkjum Bandaríkjanna eru mættir á svæðið sem og slökkviliðsmenn frá Kanada og Mexíkó. Þá hefur Volodimír Selenskí Úkraínuforseti tilkynnt innviðaráðherra sínum að undirbúa að senda úkraínska slökkviliðsmenn til Los Angles-borgar.
Tugir þúsundir manna sem hafa neyðst til að yfigefa heimili sín vegna eldanna munu ekki geta snúið aftur fyrr en í að minnsta eftir fjóra daga greindu embættismenn frá í gær.
Anthony Marrone, slökkviliðsstjóri í Los Angeles-sýslu sagði í gær að spáð sé hvassviðri í þessari viku sem þýði að neyðarástandi vegna eldanna sé langt frá því að vera lokið.