Sonja í fullu fjöri með gangráðinn

Sonja drottning yfirgefur Ríkissjúkrahúsið í Ósló eftir vel heppnaða skurðaðgerð …
Sonja drottning yfirgefur Ríkissjúkrahúsið í Ósló eftir vel heppnaða skurðaðgerð í gær og eru norsku konungshjónin nú bæði með hjartagangráð. AFP/Annika Byrde

Sonja Noregsdrottning er útskrifuð heim í höll af Ríkissjúkrahúsinu í Ósló þar sem hún gekkst undir skurðaðgerð í gær og varanlegur hjartagangráður var græddur í brjósthol drottningar sem fékk gáttatif í hjarta í skíðaferð í Lillehammer um helgina.

„Drottningin er í góðu formi,“ segir í fréttatilkynningu frá konungshöllinni, enda veifaði drottning brosandi til fjölmiðlafólks úr aftursæti bifreiðar sinnar þar sem henni var ekið frá sjúkrahúsinu í dag.

Að sögn upplýsingafulltrúa hallarinnar heppnaðist aðgerðin vel enda lá Sonja aðeins einn dag á sjúkrahúsinu eftir hana, en talað var um einn til tvo daga þegar mbl.is fjallaði um málið á þriðjudaginn.

Konungshjónin eru nú bæði með gangráð, eins og fram kom í fréttinni hér á þriðjudag, en Haraldur fékk slíkt tæki grætt í sig í mars í fyrra eftir að hann veiktist alvarlega á ferðalagi um Malasíu.

VG

NRK

TV2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert